Fordómar í alþjóðlegu samhengi: Rannsókn á viðhorfum Íslendinga til geðrænna vandamála

DOI

Fordómar í alþjóðlegu samhengi: Rannsókn á viðhorfum Íslendinga til geðrænna vandamála, er hluti af Stigma in Global Context: Mental Health Study (SGC-MHS) sem er alþjóðlegt samstarf. Tilgangur þessara rannsókna er að varpa ljósi á skoðanir og fordóma almennings í garð fólks sem á við geðræn vandamál að stríða. Alls eru 16 lönd í samstarfinu. Þessi lönd eru einnig meðlimir í International Social Survey Program (ISSP). Könnunin er sambærileg í öllum löndunum 16, könnuð eru viðhorf og fordómar til einstaklinga sem þjást af alvarlegu þunglyndi eða geðklofa. Rannsóknin sem hér er birt nær einnig til fordóma í garð innflytjenda, samkynhneigðra o.fl. Einnig er komið inn á skoðanir svarenda á íslenska heilbrigðiskerfinu, notkun geðlyfja og íslensku samfélagi almennt. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fordómar og neikvæð viðhorf í garð þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða eru afar útbreidd, en slík viðhorf virðast skerða lífsgæði og batahorfur einstaklinga sem þjást af vandamálum af þessum toga.

Identifier
DOI https://doi.org/10.34881/1.00021
Metadata Access https://oai.datacite.org/oai?verb=GetRecord&metadataPrefix=oai_datacite&identifier=doi:10.34881/1.00021
Provenance
Creator Bernburg, Jón Gunnar; Ólafsdóttir, Sigrún; Þórlindsson, Þórólfur; Pescosolido, Bernice A.
Publisher GAGNÍS (DATICE)
Contributor GAGNÍS; Félagsvísindastofnun
Publication Year 2021
OpenAccess true
Contact gagnis(at)hi.is
Representation
Resource Type Dataset
Discipline Social Sciences